Afi Tóth mættur

Afi Tóth

Afi Eszterar lenti á Indlandi um miðnætti í nótt. Það var smá vesen að koma honum frá flugvellinum, þar sem bílstjórinn beið á vitlausum Terminal. András talar ekki orð í öðrum málum en ungversku, en var dreginn inn á leigubílastöð á flugvellinum þar sem hann gat hringt í okkur. Eftir þó nokkuð stapp við leigubílstjórana, sem voru búnir að semja um rúmlega tvöfalt taxtaverð fyrir að keyra hann þessa 3-4tíma leið til Pune, tókst okkur að fá upp úr þeim hvar þeir voru svo að bílstjórinn okkar gat sótt hann.

Hann var svo kominn hingað rétt eftir hálf fimm, og kominn á fætur rétt um tíuleytið, þrátt fyrir að hafa verið á ferðalagi í um sólarhring.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott hjá afanum ! Geri aðrir betur á níræðisaldri. Vona að hann njóti dvalarinnar á Indlandi. 

FK (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 14:04

2 Smámynd: Nexa

Rakst á athugasemd frá þér við annað blogg. Gaman að sjá að þið eruð að koma ykkur vel fyrir á Indlandi.

Sjálf náði ég að flýja skerið korteri fyrir bankahrun og er í Hollandi með kall og börn.

Gangi þér allt í hagi í Indlandi

Arna Hrund

Nexa, 13.1.2009 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband