Goa

Í þarsíðustu viku skelltum við okkur með afann í helgarfrí til Goa. Rétt áður en við lögðum af stað í 8 tíma næturrútu fengum við þær upplýsingar að hann sé ótryggður utan Evrópu, og því þyrfti að kippa því í liðinn.

Pull

Ég fór með hann á mótorhjólinu í banka sem sér um tryggingar, en eftir hálftíma maus neituðu þeir að tryggja eldri en 65 ára, en eins og alltaf tóku þeir niður símanúmer og lofuðu að hringja innan tveggja sólarhringa. Þegar við vorum að fara að leggja af stað til baka benti afinn á að hjálminn vantaði , svo að ég stökk upp á næstu hæð að sækja hann. Ég var víst að flýta mér einum of mikið á leiðinni út, þar sem ég gerði ráð fyrir að glerhurðin opnaðist í báðar áttir, þó það stæði skýrum stöfum "Pull" á henni. Ég ýtti duglega á hana - og hún opnaðist vissulega, en ekki eins og ætlað var, heldur brotnaði í þrennt og efsti hlutinn lenti á hausnum á mér...
Ég fékk smá kúlu á höfðið, en það kom ekki mikið að sök.

Í Goa var farið á risa-flóamarkað í Anjuna og síðan á ströndina við Arambol, þar sem við gistum í strákofum. Í fyrstu gekk allt glimrandi vel, afinn mjög ánægður með sjóinn og sólina, og maturinn var veiddur samdægurs. Hann lifnaði allur við og fór úr því að vera nær eingöngu áhorfandi í að segja Eszter æskusögur úr sveitinni. Ég fékk að vera ber að ofan á almannafæri í fyrsta skipti síðan við fluttum hingað, og tókst að sólbrenna illilega.
Seinni daginn gekk ekki alveg jafn vel, og við fengum öll snert af matareitrun af gömlum og/eða illa elduðum sjávarréttum. Afinn var með uppköst og niðurgang allan daginn, en við Eszter sluppum með magaverk. Við komum honum þó heim aftur án meiriháttar vandræða.
Hann fer heim aftur á föstudaginn, eftir 5 vikur á Indlandi...
Myndir af ævintýrum hans á Indlandi eru komnar á Picasa.

Í öðrum fréttum er að ég var að flytja í nýja skrifstofu í Deep Griha, sem virðist ganga ágætlega - ennþá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að skoða þessar myndir og frábært að sjá hvað afinn er hress og kátur.  Við óskum honum góðrar ferðar heim til Ungverjalands.  Vona að kúlan sé að hjaðna. stundum er gott að nota athyglina. Þú verður að skýra Deep Griha aðeins betur.

fk (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband