Allt of heitt

Pune

 Það er allt of heitt til að skrifa nokkuð af viti þessa dagana.

Við höfum verið í basli með vegabréfsáritunina. Hún rann út hjá okkur í lok janúar svo að við sóttum um framlengingu. Við megum ekki fara úr landi fyrr en umsóknarferlinu er lokið (hvort sem okkur verður veitt framlenging eða vísað úr landi). Helsti gallinn er hvað opinberir starfsmenn eru latir og vanhæfir. Við fengum tvo slíka í heimsókn fyrir tæpum mánuði. Sá fyrri kom og skoðaði íbúðina okkar, og spurði okkur sömu 5 spurninganna a.m.k. fimm sinnum. Sá seinni kom í vinnuna hjá Eszter til að vera viss um að hún væri í alvöru starfi, og spurði starfsfólk spjörunum úr.

Síðan leið og beið, og þegar við hringdum var okkur sagt að umsóknirnar væru komnar til Mumbai í lokavinnslu. Ég fór svo í síðustu viku að athuga stöðuna, en komst að því að hvorugur þessara gaura hafðui skilað inn skýrslum. Eszter hringdi í símanúmer sem við grófum upp og fékk annað símanúmer til að hringja í. 3 símtölum seinna náði hún í einhvern með viti, og á endanum kom annar gaur og fór yfir pappírana hennar í gær. Hann var hvorki læs né skrifandi á ensku (þeir nota Sanskrít letur hérna) og vildi 500Rs ($10) í mútur, en virtist þó vita nokkurn veginn hvað hann var að gera. Hann ætlaði að koma aftur í dag til að fara yfir mína pappíra og senda þetta svo til Mumbai á mánudaginn, en miðað við hraðann hérna kemur hann sennilega að skoða mína pappíra á miðvikudaginn og sendir þetta svo um páskana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert svo óþolinmóður! 

kv. Eygló

Eygló (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 21:36

2 identicon

Svona fer fólk að því að skapa sér vinnu.  Það geta ekki allir verið í skapandi starfi. Vona að einhver sjái sóma sinn í því að klára þetta verkefni fljótlega svo pappírsmálin komist í lag.
Stundum getur maður þakkað fyrir kuldann og rokið á Íslandi.

fk (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband