Fréttir

Það er búið að vera allt of heitt síðustu mánuði svo að ég hef ekki verið í skapi til að gera nokkurn skapaðan hlut.

Ég gat ekki einbeitt mér í vinnunni vegna hita (35-45° alla daga), svo að ég endaði á að taka mér frí frá vinnu á meðan það gekk yfir.

--

Vegabréfinsáritunin virðist vera komin í réttan farveg. Eftir þrjá og hálfan mánuð án þess að nokkuð gerðist borguðum við "agent" í Delhi stórfé til að aðstoða okkur við að fá þetta á hreint. Hann lofaði því að redda málunum á 1 viku, og eftir 2 vikur var hann kominn með bréf í hendurnar sem segir að við ættum að fá eins árs framlengingu á vegabréfsárituninni. Þetta er örlítið of seint fyrir Eszter, sem hafði vonast til að fara á ráðstefnu í London í gærkvöldi, en í staðinn erum við að spá í að koma bæði til Íslands á næstu dögum. Ég ætla að vera eitthvað lengur til að reyna að gera eitthvað gagn í vinnunni (ef þeir muna þá eftir mér ennþá), og kannski hjálpa eitthvað til á Roverway.

Bréfið er núna á leiðinni til Pune með Fedex, og ætti að berast til okkur á morgun, svo að við ættum að vera komin með vegabréfsáritun á morgun eða hinn daginn. Þessi rúmlega 4 mánaða bið er því vonandi loksins á enda.

 --

Eszter er búin að vera miklu duglegri að blogga heldur en ég. Á blogginu hennar er hún farin að setja inn myndir og vídeó, og setur venjulega inn samantekt á ensku svo að fleiri skilji hvað hún er að bulla um.

 --

Fyrir nokkrum vikum fórum við í brúðkaup hjá einum af starfsmönnunum hjá Sangam. Myndir eru komnar á Picasa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband