Óþolandi ástand

Hér í Pune er flensufárið enn í gangi. Skv. nýjustu tölum höfðu rúmlega 400 smitast og a.m.k. 12 látist samkvæmt opinberum tölum. Hugsanlega eru tölurnar hærri þar sem það tekur 2 daga að fá niðurstöður úr flensuprófinu, og það vilja ekki allir í bíða í nokkra klukkutíma í biðröð með öðrum sem eru líkega smitaðir.

Bíóin eru lokuð ennþá, og skemmtistaðir annað hvort auðir eða lokaðir. Veitingastaðir og búðir eru flestar opnar eins og venjulega, en núna er ekkert vandamál að finna sæti á stöðum sem eru venjulega troðfullir allan daginn. Útlendingar eru litnir hornauga, rickshaw bílstjórar neita að taka útlendinga og margir setja upp grímur rétt á meðan þeir ganga framhjá okkur eða afgreiða okkur í búðum, sem er nokkuð skondið í ljósi þess að enn hefur ekki einn einasti útlendingur greinst með svínaflensu í Pune.

Eitt að staðarblöðunum er búið að grafa upp "sökudólginn", en mér finnst full gróft að kenna honum um allt saman. En blaðamenn hér virðast þó rannsaka málin ofan í kjölinn, ólíkt liðleskjunum á Íslandi sem annað hvort bíða eftir fréttatilkynningum frá fyrirtækjum eða þýða erlendar fréttir hugunarlaust.

Við Eszer ætluðum að fara á ströndina eða í "hill station" í fríinu hennar, en fylkið hafði gefið út tilskipun um að loka túristastöðum vegna flensunnar svo að við gátum ekkert farið.

Aðstoðar-dagskrárstjórinn í Sangam er með ágætis samantekt á ástandinu, á ensku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband