13.2.2010 | 15:55
Sprenging í Pune
Fyrir um 2 tímum varð sprenging í "þýska bakaríinu" hér í Pune. Enginn virðist vita mikið um upptökin, en LPG (Liquid Propane Gas) gastankur virðist hafa sprungið með hörmulegum afleiðingum - 8 látnir og 33 slasaðir.
Lítið er vitað um orsakir ennþá - þetta gæti hafa verið slys, en samtökin Shiv Sena hafa verið með læti vegna fyrirhugaðrar frumsýningar á nýjustu mynd Shah Rukh Khan, My name is Khan. Hætt var við frumsýningu í öllum sölum í Pune í gær vegna mótmæla, en á meðan fóru sýningar fram í Mumbai eins og ekkert hefði í skorist.
German bakery er vinsæll viðkomustaður ferðamanna - sérsaklega hjá þeim sem stunda Osho-ið í næstu götu. Við þekkjum engan sem var á svæðinu þegar sprengingin varð, og ekkert hefur komið fram í fréttum hvort þeir sem urðu fyrir sprengingunni voru Indverjar eða útlendingar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.