Monsoon wedding

Síðustu vikur hafa verið frekar rólegar hér á Indlandi. Eszter er á kafi í vinnu, og ég geri lítið annað en að fara í og úr vinnu. Um þarsíðustu helgi var örlítil breyting á rútínunni, þar sem ein af fyrrverandi starfsmönnum í Sangam var að giftast Indverja af hástéttum. Hún er frá Kanada og þau giftu sig þar í vetur, en ákváðu að halda líka veislu hér fyrir hans fjölskyldu, og um 20 ættingjar hennar komu með.
Þeir sem hafa séð myndina Monsoon wedding fara nokkuð nærri um hvernig það fer fram. Fyrir hina get ég upplýst að þau eru stór og íburðarmikil, og taka 3 daga.  Fyrsti dagurinn er n.k. gæsaveisla þar sem fjöskylda brúðgumans tekur á móti fjölskyldu brúðarinnar. Konurnar fá allar mehendi (henna-liti á hendur og fætur) og brúðurin sjálf fær sérstaklega íburðarmikla skreytingu.
Á degi 2 er athöfnin sjálf, með hrúgum af blómaskreytingum og alls konar fíneríi sem endar að sjálfsögðu í risastórri veislu.

p7260511_626808.jpg

 Þriðji dagurinn er svo "prívat" kvöldverður með helstu vinum og ættingjum (venjulega um 100 manns). Þar sem Eszter var að vinna náðum við bara í lokakvöldverðinn, en hann einn og sér var íburðarmeiri en flest íslensk brúðkaup.
Síðustu helgi eyddum við í Mumbai - nánar af því síðar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband