Beðið eftir jólaskapinu

Maður verður víst að senda upplýsingar til tilkynningaskyldunnar reglulega.

Það er ósköp lítið að gerast hér. Í síðustu viku fórum við í leikhús niðri í bæ með sjálfboðaliðunum og fólki sem þau hittu gegnum couchsurfing vefsíðuna, að sjá leikritið "Life on a single bed". Þetta virtist bara vera venjulegur kolruglaður farsi með 2 furðufuglum, vinkonu þeirra og klikkuðum nágranna. Í hléinu var okkur bent á að þetta væri byggt á Seinfeld þáttunum svo að maður var ekki lengi að sjá Jerry, George, Kramer og Elaine skína í gegn þegar nánar var skoðað - þó ég hefði sennilega ekki áttað mig á því sjálfur.

Við Eszter fórum líka á húsgagnasýningu þar sem við rákumst á indverskan antíksala og leirkerasmið sem bauð okkur í heimsókn til sín að skoða heildarsafnið af antíkhúsgögnum. Við kíktum til hans daginn eftir og skoðuðum tugi art nouveau fataskápum og nokkur skrifborð,  en fundum ekkert sem okkur leist á. Hann var sérstaklega stoltur af leirkerasmiðjunni og ofnunum 3 sem hann smíðaði sjálfur. Við enduðum á að láta hanna fyrir okkur teketil eins og við viljum hafa hann, þar sem við erum löngu búin að gefast upp á að finna svoleiðis hér.

Jólin koma á morgun, og Eszter fær 4 frídaga í röð yfir jólin og við ætlum að halda upp á þau með sjálfboðaliðunum og Sangam-starfsfólkinu. Jólaskapið er eitthvað að láta bíða eftir sér, þar sem það eina sem minnir á jólin eru einstaka jólaseríur á stangli og gaurar á gatnamótum að selja ódýrar jólasveinahúfur. Engin jólalög, jólasnjór, jólabakstur eða annað til að koma manni í jólaskapið. Sem er að vissu leyti ágætt, en samt er eins og eitthvað vanti...

Íbúðin verður alltaf betri og betri. Ég er búinn að festa upp króka til að hengja "garðhúsgögnin" okkar upp svo að lítið fari fyrir þeim, það er komið auka borð á hjólum í eldhúsið, og svefnherbergið er í fínu standi. Það vantar ennþá stóran spegil, og eldhúsborðið og nokkrir fletir þurfa að fá aðra umferð af málningu - en þetta er næstum komið. Ég flutti hjólaborðið frá Sangam aftan á mótorhjólinu, eins og Indverjarnir hefðu gert - Eszter fannst það bráðfyndið og var sársvekkt að hafa ekki náð mynd af því. Ég á líka ennþá eftir að taka myndir af íbúðinni eftir að hún var máluð, en stefni að því að gera það um jólin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar. Ég er að leita mér að vinnu á Indlandi og rakst á þessa síðu.

Og mig langaði aðeins að fovitnast um í hvers konar vinnu þú værir?

(og hvort ég gæti kannski fengið að spyrja þig örfárra spurninga?)

Með von um svar, kv. Sigga Lára

Sigga (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 03:59

2 identicon

netfangið mitt er siggalara88@gmail.com

Sigga (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 04:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband