Átökum að ljúka í Mumbai

Það er allt að róast hér á Indlandi. Átökin hófust fyrir rúmum 2 sólarhringum og lögreglan er að ná valdi á flestum stöðum. Göturnar voru mun fámennari en venjulega, en annars hefur þetta ekki mikil áhrif hér.

Eszter flýgur til London eftir um það bil sólarhring, og er frekar hrædd við að fara í gegnum flugvöllinn í Mumbai. Þetta er náttúrlega hrikalegt fyrir ferðamannaiðnaðinn í heild, og Sangam fékk einhverjar afpantanir í gær. Ef ástandið versnar er hætta á að allir erlendir starfsmenn verði sendir  í öruggt skjól úr landi - en það er ólíklegt eins og staðan er í dag.

 --

Eszter verður í London 10 daga á starfsmannaviku með starfsfólki af öllum hinum alþjóðamiðstöðvunum, og skreppur í heimsókn til Helga og Unu eftir það. Á meðan verð ég líklega aleinn í Sangam.

Hún á 2 frídaga áður en hún fer og við ætluðum að nota þá til að gera íbúðina klára eftir málningarvinnuna. Aðal málið er að þrífa, en við ætlum líka að mála bleika vegginn okkar í sama lit og hurðirnar. Í dag voru píparar að laga lagnir í húsinu svo að við vorum vatnslaus og gátum því lítið þrifið. Í staðinn fórum við og keyptum dýnu í íbúðina, sem verður afhent í næstu viku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að ástandið er aðeins að batna. Frekar óþægilegt að þurfa að fara um flugvöllinn á svona tímum. Við sendum ykkur fallegar hugsanir.

Þarna gerast sumir hlutir hægt. Indverskir iðnaðarmenn virðast ekkert vera að flýta sér. 

fk (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 10:34

2 Smámynd: Einar Jón

Eszter komst til London án vandræða...

Iðnaðarmennirnir virðast hafa verið að vinna mest allan tímann. Það er talsverð undirvinna sem fylgir því að fara úr hvíttuðum vegg í málaðan.

Þeir kláruðu 2 herbergi, eldhús, klósett, gang og svalir á rúmri viku, og voru að ég held tvisvar alla nóttina að mála.

Einar Jón, 1.12.2008 kl. 06:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband