Skrifstofan loksins tilbúin

Á föstudaginn var skrifstofan loksins tilbúin - bara 4 vikum á eftir áætlun.

Ég notaði tækifærið og keypti 22" skjá, svo að nú er ég loksins með tvo skjái fyrir framan mig, lyklaborð og allar græjur. Ég sparaði reyndar ekki nema rúmar 5000 kr á að kaupa hann hér frekar en heima, en ef ég hefði valið 24" Dell skjá hefði ég sparað næstum 40000kr. Ég hef ekki kynnt mér hvað ég hefði "sparað" mikið á 30" skjá.

Skrifborðið er við glugga svo að ég hef útsýni yfir Mula-Mutha ána sem liggur í gegnum Pune. Það eina sem vantar er kaffivél, en það eru reyndar 3 kaffihús í göngufæri, og 2 kökubúðir í hjólafæri svo að ég kemst af án þess í bili.

 --

Ganesh

Þessa dagana er Ganesh hátið í gangi í Pune. Ganesh er guð visku, gæfu og nýs upphafs, og er oftast bleikur, með fílshöfuð og 4 hendur. Ganesh hátíðin felst í því að reist eru tjöld með Ganesh-styttu úti um alla borg þar sem hann er hylltur. Um viku síðar er síðan farið af stað með stytturnar og haldið er í skrúðgöngu niður að á þar sem henni er drekkt.

-- 

Í Sangam er allt í rugli eins og fyrri daginn. Monsún rigingin virðist loksins vera komin fyir alvöru, 3 mánuðum of seint, svo það flæðir reglulega inn í herbergið hjá okkur. Það verður vonandi lagað fyrir næsta Monsúntímabil.

Fyrir stuttu fór rafmagnið í steik svo að kallað var á rafvirkja til að laga málin. Til að tryggja sér meiri bísness í framtíðinn i víxlaði hann á 2 öryggjum og beið eftir að eittkvað færi úrskeiðis.
Í fyrradag varð honum að ósk sinni þar sem rafmagnsveitan klikkaði eitthvað og spennan varð 100V á einni grein og 300V á þeirri næstu (eða eithvað í þá áttina). Sum ljós kviknuðu ekki á meðan á þessu stóð en önnur loguðu mjög skært. Þetta brenndi yfir slatta af ljósaperum og flúorperu-ballestum og skemmdi útvarp sem við vorum nýbúin að kaupa og slatta af rafmagnstækjum. Ein flúorperan splundraðist svo að glerbrotum rigndi yfir gesti. Það þarf vart að taka það fram að þessi rafvirki verður ekki kallaður til aftur í bráð.

Við erum þó loksins komin með alvöru internet í Sangam, þar sem nýlega var settur upp sendir nær okkur.  Þar með lýkur rúmlega árs eyðimerkurgöngu þar sem flestar tölvurnar voru að samnýta 14kbps GSM-módemtengingu sem hékk sjaldnast uppi meira en 10 mínútur í einu.

Núna stendur yfir námskeið á frönsku svo að Eszter hefur 2 skáta frá aðalstöðvunum sér til aðstoðar. Eszter er ánægð að hafa loksins hæft fólk sér við hlið, en er ennþá að vinna 14-15 tíma á dag. Það verður ágætt fyrir hana að fá lokins frí í næstu viku, þó að við verðum á ansi miklu flakki fyrstu 2 dagana (Indland ->Austurríki ->Tékkland ->Ungverjaland).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einar minn,  þú hefðir átt að kaupa 50" skjá,  þá hefðir þú örugglega sparað 100þús. kall  kv. Eygló

Eygló (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 14:42

2 Smámynd: Einar Jón

Það er víst rétt. Ég verð að bæta það upp með því að kaupa 100" sjónvarp og nokkur fótanuddtæki.

Einar Jón, 11.9.2008 kl. 04:58

3 identicon

Nú líst mér á þig frændi, svona á maður að fara að því að græða?   kv. Eygló

Eygló (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 17:49

4 identicon

Elsku Einar og Esther. Var að sjá bloggsíðuna ykkar fyrst núna! við erum í Boston í vetur með alla familíuna og nú hefur maður loks tíma til að setja niður á kvöldin og lesa blogg hjá góðu fólki! Þetta eru nú meiri sögurnar sem ég les hjá ykkur - dálítið önnur menning og venjur! En mér líst vel á brúðkaupin hjá þeim! Bið kærlega að heilsa ykkur báðum! Kveðja Birna

Birna (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband