Deep Griha

Síðasta sumar vann ég við eldhúsborðið í Unique apartments, en það virkaði ekki sérlega vel svo að ég fór að leita að skrifstofu. Bill, eiginmaður fyrrverandi dagskrárstjórans í Sangam, benti mér á að vinur þeirra, Deba, er með skrifstofu í "miðbænum", og á endanum fékk ég að leigja skrifborð þar.

Það virkaði ágætlega til að byrja með, en það er ekkert sérstaklega gaman að vera "utanaðkomandi" á indverskum vinnustað. Deba er mjög fínn, en hann var hér um bil sá eini sem hægt var að tala við lengur en 2 mínútur um nokkurn skapaðan hlut. Hann er mikið erlendis þ.a. þetta var í raun eins og að vera einn í heiminum.

Ég fór að líta í kringum mig eftir betri stað, og Deep Griha er góðgerðarstofnun sem kom sterklega til greina. Internetið er ekki alveg eins hratt og á gamla staðnum, og vararafmagnið (UPS-inn) endist ekki jafn lengi, en hingað til hefur það ekki valdið óþægindum. Ef það gerist get ég keypt lítinn UPS fyrir mig á nokkra þúsundkalla. Þeir bjóða upp á chai og hádegismat, og það eru alltaf sjálfboðaliðar hérna sem er hægt að spjalla við í matarhléum.

Það skaðar ekki heldur að leigan er næstum helmingi lægri, og rennur óskipt til góðs málefnis.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband