26.8.2008 | 12:20
Punktar
Það er loksins að skýrast hvað verður með Ungverjalandsförina. Við förum út 14.-15. september og Eszter flýgur til baka 20. sept. Við missum reyndar af sjálfri jarðarförinni, en það verður víst að hafa það. Ég býst við að koma við á Íslandi á bakaleiðinni og vera í 2-3 vikur.
Enn er ég ekki kominn með endanlegt skrifstofupláss. Skrifborðið er loksins til, en það á ennþá eftir að leggja rafmagn og net að því og breyta lýsingunni. Aðstaðan er nokkuð góð: 4Mb nettenging og verið er að setja upp 6 tíma UPS (varaaflgjafa) svo rafmagnsleysi ætti ekki að vera vandamál hér.
Ég vona að þetta verði klárað í næstu viku, en maður veit í raun aldrei hvað gerist á indverskri tímaáætlun...
Síðustu daga höfum við Eszter verið að standsetja íbúðina okkar í Unique Apartments. Ég hef verið að vinna þar síðustu mánuði án vandræða en Eszter hefur minna þol fyrir óhreinindum, svo það þurfti að þrífa allt hátt og lágt, og skrúbba gólfin rækilega. Við erum búin að skila slatta af húsgögnum frá fyrri eigendum til Sangam og í gær voru eldhúsið, baðherbergin og svefnherbergið tekin í gegn, svo að nú þarf bara að þrífa stofuna og ganginn til að íbúðin verði mönnum bjóðandi.
Það hefur gengið stóráfallalaust að keyra mótorhjólið. Ég fékk Learners Licence í síðustu viku og hef notað það talsvert síðan. Aftan á skírteininu stendur að ég verði af hafa bæði leiðbeinanda og stór L á hjólinu til að mega keyra það, svo að ég ákvað að loka það ofan í skúffu og nota íslenska ökuskírteinið (sem er reyndar bara fyrir bíla) í staðinn.
Það reyndist rétt ákvörðun þar sem ég var stoppaður af lögreglunni í reglulegu tékki á sunnudaginn. Löggan hélt því fram að íslenska skírteinið gilti ekki á Indlandi og vildi að ég greiddi 100 rúpíu sekt pappírslaust", eða 300 rúpíur með sektarmiða. Ég var auralaus svo hann gerði skírteinið mitt upptækt á meðan ég fór á hjólinu og sótti pening.
Þegar ég kom aftur var ég harður á því að ökuskírteinið væri alþjóðlegt og að ég myndi ekki borga 100 rúpíu mútur, heldur vildi sektarmiða. Ég gekk svo langt að segja að ég héldi að hann væri að búa til þessa reglu um að þetta skírteini gilti ekki. Þá kom fát á hann og stuttu síðar var mér sleppt úr haldi án þess að þurfa að borga.
Ég býst samt við að taka indverska ökuprófið við fyrsta tækifæri svo að ég losni við svona vesen.
Enn er ég ekki kominn með endanlegt skrifstofupláss. Skrifborðið er loksins til, en það á ennþá eftir að leggja rafmagn og net að því og breyta lýsingunni. Aðstaðan er nokkuð góð: 4Mb nettenging og verið er að setja upp 6 tíma UPS (varaaflgjafa) svo rafmagnsleysi ætti ekki að vera vandamál hér.
Ég vona að þetta verði klárað í næstu viku, en maður veit í raun aldrei hvað gerist á indverskri tímaáætlun...
Síðustu daga höfum við Eszter verið að standsetja íbúðina okkar í Unique Apartments. Ég hef verið að vinna þar síðustu mánuði án vandræða en Eszter hefur minna þol fyrir óhreinindum, svo það þurfti að þrífa allt hátt og lágt, og skrúbba gólfin rækilega. Við erum búin að skila slatta af húsgögnum frá fyrri eigendum til Sangam og í gær voru eldhúsið, baðherbergin og svefnherbergið tekin í gegn, svo að nú þarf bara að þrífa stofuna og ganginn til að íbúðin verði mönnum bjóðandi.
Það hefur gengið stóráfallalaust að keyra mótorhjólið. Ég fékk Learners Licence í síðustu viku og hef notað það talsvert síðan. Aftan á skírteininu stendur að ég verði af hafa bæði leiðbeinanda og stór L á hjólinu til að mega keyra það, svo að ég ákvað að loka það ofan í skúffu og nota íslenska ökuskírteinið (sem er reyndar bara fyrir bíla) í staðinn.
Það reyndist rétt ákvörðun þar sem ég var stoppaður af lögreglunni í reglulegu tékki á sunnudaginn. Löggan hélt því fram að íslenska skírteinið gilti ekki á Indlandi og vildi að ég greiddi 100 rúpíu sekt pappírslaust", eða 300 rúpíur með sektarmiða. Ég var auralaus svo hann gerði skírteinið mitt upptækt á meðan ég fór á hjólinu og sótti pening.
Þegar ég kom aftur var ég harður á því að ökuskírteinið væri alþjóðlegt og að ég myndi ekki borga 100 rúpíu mútur, heldur vildi sektarmiða. Ég gekk svo langt að segja að ég héldi að hann væri að búa til þessa reglu um að þetta skírteini gilti ekki. Þá kom fát á hann og stuttu síðar var mér sleppt úr haldi án þess að þurfa að borga.
Ég býst samt við að taka indverska ökuprófið við fyrsta tækifæri svo að ég losni við svona vesen.
Athugasemdir
Er ekki kominn tími á nýjan fréttaskammt, minn kæri?
Fanney (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.