Rólegheit

Það er voða lítið að frétta þessa dagana. Ég keypti nýjan síma af einföldustu gerð (ef ske kynni að hann týnist), en símafyrirtækið er ekki enn búið að virkja símkortið eins og þeir ætluðu að gera fyrir 2 vikum.

Eszter er í 3 daga fríi þessa dagana svo að við höfum verið að taka því rólega. Í gær sváfum við út, og fórum svo út að sinna hinu og þessu. Eftir morgunmat fór Eszter og skráði sig í yoga. Við fengum okkur svo kaffi og íhuguðum að kaupa indverskan krakka (þ.e.  styrkja einn slíkan til náms hérna), en þau plön röskuðust þar sem hjólinu okkar var stolið.

Það kom í ljós að við höfðum lagt á "hættulegum stað" (framan við tröppur úti á enda á mótorhjólastæði) og löggan gerði það upptækt, eins og fyrir 3 vikum. Í þetta skiptið töldum við hjólinu hafa verið lagt eðlilega, og okkur grunar að þetta sé bara fjáröflun lögreglunnar sem virðist nota hvert tækifæri til að gera hjól útlendinga upptæk. 15 mínútum og 250 rúpíum seinna fengum við hjólið þó aftur. Eftirmiðdagurinn svo fór í pípulagnir og garðyrkju í íbúðinni okkar.

--

Leigusalinn ætlar að láta mála alla íbúðina, og mætti með málarann í dag. Við höfðum vonast til að hann myndi byrja á þriðjudaginn, en gengið hans getur ekki byrjað fyrr en á laugardaginn. Við höfum dundað við það að fjarlægja tugi af skrúfum og nöglum svo að allir veggir líti sem best út þegar þeir eru búnir, og vonandi verður allt klárt fyrir mánaðarmót.

Eszter er að læra á mótorhjólið, og er næstum því tilbúin að fara að keyra í umferð. Að örðru leyti hefur lítið verið gert í dag, og sennilega verður lítið gert á morgun líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið virðist vera í sérstöku uppáhaldi hjá indversku löggunni. 

Æ missti ég af einu barnabarni? Kannski kemur það seinna. 
fk

FK (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 16:27

2 Smámynd: Einar Jón

Ég held að þeir sjái langar leiðir að hvíta pakkið eigi peninga - en það er bara samsæriskenning hjá okkur.

Við vonumst til að komast í innkaupaleiðangur á morgun, en krakkinn er ekki til eignar þó að við borgum fyrir hann.

Einar Jón, 9.11.2008 kl. 16:38

3 identicon

Amma Fanney færir sig upp á skaftið!

Búin að kaupa lestermiða fyrir Eszter, hlökkum mikið til að sjá hana eftir nokkrar vikur.

Una og Helgi (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 20:18

4 identicon

Já ég get alltaf á mig barnabörnum bætt.

FK (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband