Farið að kólna...

Það er aðeins farið að kólna hér á Indlandi, sérstaklega á kvöldin og næturnar. Dúnsængin er ekki nauðsynleg ennþá, en við erum farin að þurfa teppi á næturnar í stað þess að sofa bara með þunnt lak yfir okkur. Ég þarf kannski að fara að grafa upp eitthvað af langerma flíkum bráðum.

--

Íbúðin okkar er öll að koma til. Hún hefur verið netlaus mánuðum saman, en í gær kom loksins þjónustumaður að kíkja á tenginguna. Ég hef alltaf haldið því fram að símalínan okkar sé slitin, og eftir hálftíma mælingar endaði hann á að skipta um kapal. Við höfum því vonandi net þangað til 6 mánaða samningurinn okkar rennur út í næstu viku.
Í gær kom líka málari sem byrjaði að mála alla íbúðina. Það var kominn tími á málningarvinnu þar sem allar hurðir voru dökkbrúnar og veggirnir hlandgulir – þetta var eins og að búa í skítugum nærbuxum.
Helsti gallinn við málninguna hér er þó efnisvalið. Í íbúðinni hefur bara verið hvíttað, en það segir sig sjálft að vatnsþynnt duft sem skolast af með vatni er ekki besti kosturinn í landi monsúnrigninga. Í þetta skiptið verður þó málað með alvöru málningu.
Smekkur Indverja er ólíkur okkar, sem kom skýrt fram þegar leigusalinn og málarinn stungu báðir upp á að mála alla veggi með “baby blush” lit, sem er eins og nafnið gefur til kynna skærbleikur.
Stefnt er að því að málningarvinnunni ljúki í kringum 25. nóvember - sama dag og netáskriftin okkar rennur út.

Við búum í Sangam á meðan, sem er ágætt fyrir utan það að þráðlausa netið er frekar slappt. Það virkar ef við sitjum beint fyrir neðan routerinn, en dettur út ef við förum lengra en 2 metra í burtu. Það þarf kannski að kíkja eitthvað á það...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 "eins og að búa í skítugum nærbuxum" skemtileg lýsin á íbúð.

“baby blush” litur =skærbleikur = "nærbuxnableikur" eins og að búa í hreinum ?

kv. Eygló

Eygló (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband