Íbúðin máluð

Íbúðin var loksins kláruð í gær. Nú eru loft og veggir skjannahvít og slétt, og hurðirnar blóðrauðar og glansandi. Við vildum hafa einn vegginn í sama lit og hurðirnar, en í staðinn fengum við ljósrauðan/rauðbleikan lit. Við stefnum að því að mála þann vegg sjálf í réttum lit bráðlega. Myndir koma væntanlega þegar við erum búin að þrífa og setja húsgögnin á sinn stað..

Málararnir eyddu góðum tíma í undirvinnu, svo að allir veggir eru nú spegilsléttir. Þeir stóðu sig bara  mjög vel, og tóku líka ágætlega til eftir sig. Þó eru víða rákir á hurðunum og ýmis smáatriði eins og að bletta handföng og annað gleymdist víst, og það eru málningarslettur víða á gólfum . Það versta var að þeir tóku ísskápinn úr sambandi svo að allt sem var í frystinum myglaði.

--

Í fyrsta skipti síðan í Eszter kom hingað er ekkert sem "þarf að gera" á frídögunum. Í síðasta helgarfríi voru nokkur erindi sem þurfti að sinna en í heildina höfum við Eszter haft það mjög náðugt, og fórum sennilega 7-8 sinnum á veitingastaði eða kaffihús um helgina.

Á sunnudaginn fórum við á mótorhjólinu til Alandi, sem er heilagt þorp í um hálftíma akstur frá Sangam. Þann daginn var einhvers konar helgihald í gangi, og tugþúsundir komu þangað til að biðjast fyrir. Við sluppum lifandi úr kösinni, en sáum mikið eftir því að eiga ekki myndavélarsíma til að ná myndum af mannhafinu.

Í vetur verður sundlaugin of köld til að synda í, svo að við höfum notað hana mikið síðustu daga á meðan hún er ennþá næstum því volg. Til að halda á okkur hita ofan í lauginni spilum við badminton, eða bað-minton eins og við köllum það.

--

Það virðist enginn endi vera á símavandræðum mínum. Ég ákvað að kaupa einfaldasta símann sem var í boði og endaði á að kaupa Samsung SGH-B130T. Þetta er fyrsti "ekki-Nokia/Sony-Ericsson" síminn minn, og mér líst bara ágætlega á hann. Hann er með innbyggðu vasaljósi sem kemur sér mjög vel, en laus við allt aukadót eins og myndavél, útvarp, mp3 spilara, bluetooth og hvað þetta heitir nú allt saman.
Ég hef ekki týnt honum ennþá, en nú finn ég ekki hleðslutækið þó að ég sé umkringdur af Nokia/Sony-Ericsson hleðslutækjum. Sem betur fer var einn af vinnufélögunum með svipaðan síma og hleðslutæki sem passar, svo það sleppur í bili...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einar minn

Hvað er með þig og síma? Gaman að heyra að vinnuálagið sé nú að komast á viðráðanlegt stig. Vona að þið getið nú notið þess að eiga frídaga og skoða eitthvað af Indlandi. 

FK (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 15:10

2 Smámynd: Einar Jón

Ég er búinn að finna það - því var pakkað ofan í kassa fyrir flutningana og fannst að lokum...

Einar Jón, 26.11.2008 kl. 04:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband